
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Má ég kalla þá mágusa, báða tvo, þá Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson? Tilheyra hvor sinni kynslóðinni en risar hvor á sinn hátt. Óskar einn allra besti saxófónleikari og djassisti sem landið hefur alið og Magnús allra handa þúsundþjalasmiður, jafnvígur á slaghörpuna, útsetningar, upptökur og skipulagningu framsækinna tónlistarhátíða. Báðir áberandi í íslensku tónlistarlífi og bæði gaman og gott að sjá þá sameina sköpunarkrafta. Umslag vínilútgáfunnar er býsna glúrið, með tveimur útskornum gluggum sem minna á „pásutakka“. Viss naumhyggja – en þó ekki – eins og í tónlistinni. Svart og hvítt umslag en ólmandi grænn litur á bak við gluggana. Sá græni prýðir innanbækling þar sem er að finna viðlíka ólmandi texta eftir Berg Ebba. Myndverkin á Steingrímur Gauti á meðan umslagshönnun var
...