Slíkt veit eðlilega á gott, því þó að höfundarnir séu tveir er stemningin ein.
„Virðátta“ Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson tala sama tónmál.
„Virðátta“ Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson tala sama tónmál.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Má ég kalla þá mágusa, báða tvo, þá Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson? Tilheyra hvor sinni kynslóðinni en risar hvor á sinn hátt. Óskar einn allra besti saxófónleikari og djassisti sem landið hefur alið og Magnús allra handa þúsundþjalasmiður, jafnvígur á slaghörpuna, útsetningar, upptökur og skipulagningu framsækinna tónlistarhátíða. Báðir áberandi í íslensku tónlistarlífi og bæði gaman og gott að sjá þá sameina sköpunarkrafta. Umslag vínilútgáfunnar er býsna glúrið, með tveimur útskornum gluggum sem minna á „pásutakka“. Viss naumhyggja – en þó ekki – eins og í tónlistinni. Svart og hvítt umslag en ólmandi grænn litur á bak við gluggana. Sá græni prýðir innanbækling þar sem er að finna viðlíka ólmandi texta eftir Berg Ebba. Myndverkin á Steingrímur Gauti á meðan umslagshönnun var

...