Höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem staðsettar eru á Hvolsvelli, voru opnaðar formlega í fyrradag. Við opnunina var ásýnd og merki stofnunarinnar kynnt, en þeim er ætlað að skapa ímynd og sjónrænt einkenni fyrir stofnunina þar sem…
Náttúra Sigrún Ágústsdóttir forstjóri og Jóhann Páll ráðherra.
Náttúra Sigrún Ágústsdóttir forstjóri og Jóhann Páll ráðherra. — Ljósmynd/Stjórnarráðið

Höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem staðsettar eru á Hvolsvelli, voru opnaðar formlega í fyrradag. Við opnunina var ásýnd og merki stofnunarinnar kynnt, en þeim er ætlað að skapa ímynd og sjónrænt einkenni fyrir stofnunina þar sem virðing fyrir náttúrunni er höfð að leiðarljósi, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti ávarp við opnun höfuðstöðvanna. Sagði hann nýja Náttúruverndarstofnun vel til þess fallna að auka skilvirkni og samræmingu í náttúruvernd á landsvísu og tryggja samræmdari og þar með betri stjórn á friðlýstum svæðum.

Jafnvægi nýtingar og verndar

„Markmið nýrrar ríkisstjórnar eru skýr. Við ætlum að styðja við náttúruvernd og við ætlum að styðja við líffræðilega fjölbreytni. Við ætlum að gæta að jafnvægi á milli orkunýtingar

...