Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar nam hagvöxtur 0,6% á árinu 2024 og er áætlað að nafnvirði vergrar landsframleiðslu hafi verið 4.616 milljarðar króna. Á fjórða ársfjórðungi jókst vöxtur hagkerfisins og mældist aukning landsframleiðslunnar 2,3%
Einkaneyslan jókst um 0,8% á fjórða ársfjórðungi 2024 að raunvirði frá sama tímabili fyrra árs. Fyrir árið í heild var vöxturinn 0,6% en var 0,5% árið þar á undan.
Í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að þeir liðir sem hins vegar drógust hvað mest saman á fjórða árfjórðungi voru kaup heimilanna á varanlegum neysluvörum, eins og bifreiðum, en mikill samdráttur var þar alla fjórðunga ársins. Einnig var samdráttur í neyslu á áfengi og tóbaki. Einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýndu aftur á móti aukningu á fjórða ársfjórðungi.