
Ísafjörður Daði leikur heimaleiki sína á Ísafirði næstu mánuði.
— Ljósmynd/Vestri
Knattspyrnumaðurinn Daði Berg Jónsson er kominn að láni til Vestra frá Víkingi úr Reykjavík. Daði, sem er 18 ára gamall, kom til Víkings frá Fram árið 2022. Leikmaðurinn ungi hefur leikið tíu leiki í efstu deild fyrir Víkinga og skorað í þeim tvö mörk. Daði getur leyst af flestar stöður framarlega á vellinum. Hann hefur leikið sex leiki með U19-ára landsliðinu og skorað tvö mörk. Vestri endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð eftir fallbaráttu.