
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Talsverður áhugi er meðal fjárfesta um kaup á hótelbyggingum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem nú eru á söluskrá. Þetta er á Brjánsstöðum á Skeiðum, þar sem eru hús að stærstum hluta byggð nærri aldamótum. Gistiherbergin eru alls 50. Hótel Hekla var í rekstri fram í heimsfaldur árið 2020. Þá breyttust aðstæður, hótelinu var lokað og engin starfsemi hefur verið þar síðan, eða í bráðum fimm ár.
„Þetta er spennandi tækifæri fyrir þá sem vilja hasla sér völl í ferðaþjónustu. Þegar kaup á fasteignum eru gengin í gegn þarf að standsetja húsnæðið og koma starfseminni aftur af stað eftir hlé síðustu ár. Í því sambandi er vert að hafa í huga að Skeiðin eru fjölfarin af ferðafólki. Þá er mjög blómlegt atvinnulíf á þessum slóðum, til dæmis í landbúnaði og iðnaði, og því mikil
...