
— Morgunblaðið/Anton Brink
Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti sína síðustu opnunarræðu á landsfundi í gær. Bjarni fór yfir ferilinn í ræðu sinni fyrir fullri Laugardalshöll þegar hann setti fundinn. Að ræðu lokinni kallaði hann á eiginkonu sína Þóru Margréti Baldvinsdóttur til að leiða sig út af hinu pólitíska sviði. Bæði nýr formaður og varaformaður verða kjörnir á landsfundinum um helgina.