Vont var að lesa úr augum snáðans hvor systirin hafði yfirhöndina, undrun eða vorkunn.
Pistill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ég var settur harkalega á minn stað í þessari tilveru á dögunum – af þriggja ára gömlum sonarsyni mínum. Við hjónin vorum að passa kappann og bróður hans, sem er tíu ára, og ég fann allt í einu hjá mér knýjandi þörf fyrir að sýna þeim, svart á hvítu, hversu nýmóðins og svalur dúddi ég væri. Og hvað gerir maður þá? Nú, hleður að sjálfsögðu í ofursmellinn Skína með Prettyboitjokko, þar sem hann nýtur fulltingis landsliðshetjunnar Luigis. Þið þekkið þessa menn.
Við tökum þetta kannski bara öll saman? „Já, þessi gella hún er alltof sjúk í mig. Ég er prettyboi svo ekki tala við mig,“ og svo framvegis.
Alla vega. Ég var varla búinn að sleppa fyrstu hendingunni í laginu þarna í stofunni að
...