
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er einn eftir í kórnum af okkur stofnfélögunum,“ segir Sigurdór Karlsson, meðlimur í Karlakór Selfoss en í dag fagnar kórinn 60 ára afmæli með hátíðartónleikum og veislu.
„Kórinn á upphaf sitt í því að veturinn 1964 til 1965 komu nokkrir karlar saman sem voru að vinna hjá Mjólkurbúi Flóamanna og æfðu söng sér til gamans. Þeir komu fram á þorrablóti Mjólkurbúsins við góðan orðstír og í framhaldinu var auglýst að til stæði að stofna Karlakór Selfoss. Menn gátu skráð sig í bókabúðinni í Kaupfélagi Árnesinga og kórinn var formlega stofnaður 2. mars 1965. Ég var tuttugu og þriggja ára strákur þegar ég gekk í kórinn sem samanstóð af tuttugu og fimm körlum. Núna erum við söngfélagarnir orðnir sjötíu,“ segir Sigurdór sem syngur annan
...