Ég er einn eftir í kórnum af okkur stofnfélögunum,“ segir Sigurdór Karlsson, meðlimur í Karlakór Selfoss en í dag fagnar kórinn 60 ára afmæli með hátíðartónleikum og veislu. „Kórinn á upphaf sitt í því að veturinn 1964 til 1965 komu…
Sigurdór Stoltur og vel merktur sínum kór, hann segir mikla ánægja fylgja því að syngja saman og ferðast saman.
Sigurdór Stoltur og vel merktur sínum kór, hann segir mikla ánægja fylgja því að syngja saman og ferðast saman. — Ljósmynd/Guðmundur Karl

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég er einn eftir í kórnum af okkur stofnfélögunum,“ segir Sigurdór Karlsson, meðlimur í Karlakór Selfoss en í dag fagnar kórinn 60 ára afmæli með hátíðartónleikum og veislu.

„Kórinn á upphaf sitt í því að veturinn 1964 til 1965 komu nokkrir karlar saman sem voru að vinna hjá Mjólkurbúi Flóamanna og æfðu söng sér til gamans. Þeir komu fram á þorrablóti Mjólkurbúsins við góðan orðstír og í framhaldinu var auglýst að til stæði að stofna Karlakór Selfoss. Menn gátu skráð sig í bókabúðinni í Kaupfélagi Árnesinga og kórinn var formlega stofnaður 2. mars 1965. Ég var tuttugu og þriggja ára strákur þegar ég gekk í kórinn sem samanstóð af tuttugu og fimm körlum. Núna erum við söngfélagarnir orðnir sjötíu,“ segir Sigurdór sem syngur annan

...