
Þegar njósnarinn Katrín Timburhús er grunuð um föðurlandssvik þarf bóndi hennar, Georg Timburhús, sem einnig er njósnari í hæsta gæðaflokki, að gera upp við sig hvort hann á að halda tryggð við hjónabandið eða fósturmoldina. Hvað segið þið? Er þetta að virka, Timburhús? Þau heita sko Kathryn og George Woodhouse. Veit það ekki. Við skulum hugsa málið.
Þetta er alltént upptakturinn að nýjustu kvikmynd Bandaríkjamannsins Stevens Soderberghs, Svörtu töskunni, eða Black Bag. Með hlutverk hjónanna fara Cate Blanchett og Michael Fassbender. Pierce gamli Brosnan, sem veit eitt og annað um njósnir, kemur einnig við sögu, eins Tom Burke og Marisa Abela, sem heldur sig við svarta litinn; lék síðast Amy okkar Winehouse í Back to Black. Hún var að vísu í Barbie
þar á undan, dálítið stílbrot. Black Bag kemur í bíó á Íslandi 13. mars.