Annað umdeilt skref sem meirihlutinn hefur tekið er að fækka bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ úr níu í sjö.

Anton Kristinn Guðmundsson
Anton Kristinn Guðmundsson
Lýðræði og gagnsæi eru grunnstoðir lýðveldisins og eiga að vera tryggð í öllum stjórnsýslueiningum landsins, þar á meðal á sveitarstjórnarstiginu. Síðustu breytingar sem urðu á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar voru þegar nýr meirihluti tók við sumarið 2024 þar sem meirihlutinn tók yfir öll lykilhlutverk í bæjaráði. Minnihlutinn hefur því ekki aðkomu að áhrifamiklum ákvörðunum í sveitarfélaginu og ég verð að viðurkenna að það vekur alvarlegar áhyggjur um framtíð lýðræðisins í sveitarfélaginu.
Bæjarráð einungis skipað fulltrúum meirihlutans – brot á lýðræðislegum venjum?
Eftir meirihlutaskiptin sumarið 2024, þar sem Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Bæjarlistinn tóku við stjórnartaumunum, var tekin ákvörðun um að bæjarráð Suðurnesjabæjar yrði eingöngu skipað fulltrúum meirihlutans.
...