
Það er margt áhugavert að gerast í honum heimi um þessar mundir. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna sagði, áður en hann hafði fengið kjör, að Bandaríkin og heimurinn í kring myndu breytast stórlega til batnaðar, þegar hann hefði lagt Kamölu Harris að velli og ýtt Joe sofandi Biden til hliðar. Forsetinn lætur margt áhugavert flakka, stórt og smátt, og það er ekki endilega öruggt að hann hafi hugsað það allt í þaula. Forsetinn virðist gera sér engar eða litlar grillur yfir því að tilteknir fjölmiðlamenn vestra, og jafnvel víðar, ekki síst minnimáttarmenn í Evrópu, gagnvart Bandaríkjunum, sem hafa lengi hatað hann, ráðist á hann af heift, hvenær sem nafn hans er nefnt. En núverandi forseti Bandaríkjanna getur þó að nokkru horft í eigin barm, því að hann fer stundum glannalega fram og gerist æði stóryrtur, þótt engin efni eða ástæður standi til þess. En eitt verður þó ekki af Trump tekið, að fáir eða engir forsetar hafa lagt meira á sig
...