
Baksvið
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Þótt Boris Spasskí, sem lést sl. miðvikudag, 88 ára að aldri, hafi beðið sinn mesta ósigur við skákborðið hér á landi í Laugardalshöll árið 1972, þegar hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Bobby Fischer, hélt hann góðum tengslum við Ísland og þá sem hann kynntist hér á þessum tíma.
„Spasskí var hlynntur Íslandi og vinur Íslands. Það eru margir sem segja að Fischer hafi sett Ísland á landakortið en ég held því fram að það hafi í raun verið Spasskí sem það gerði með því að krefjast þess að einvígið færi fram hér á landi. Fischer vildi tefla í Júgóslavíu, aðallega vegna þess að verðlaunaféð sem þar var í boði var hærra. En Rússarnir vildu síður tefla þar vegna þess að Fischer var í miklu uppáhaldi í Júgóslavíu,“
...