Rannsóknir „Borum til að að staðfesta magn og líftíma námunnar,“ segir Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq. Lykilatriði í allri áætlanagerð félagsins.
Rannsóknir „Borum til að að staðfesta magn og líftíma námunnar,“ segir Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq. Lykilatriði í allri áætlanagerð félagsins. — Morgunblaðið/SES

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals tilkynnti í vikunni rannsóknarniðurstöður síðasta árs úr Nalunaq-námunni á Grænlandi en þar leitar félagið meðal annars að gulli.

Samkvæmt tilkynningu var rannsóknunum beint að því að stækka svokallað Mountain Block-svæði sem og svæðið í framhaldi af Target Block.

Félagið stóð að því að bora í gegnum alls 2.985 metra í 11 borholum af Target Block, auk um 374 metra af neðanjarðarborunum í Mountain Block. Auk þess voru tekin 203 sýni vestanmegin fjallsins þar sem aðalæðin og svokölluð 75-æð koma upp á yfirborðið.

Neðanjarðarboranir hafa veitt verðmætar upplýsingar um áframhald gullæðarinnar og sýna fram á háan styrkleika gulls í Mountain Block, þaðan sem vinnsla efnis fer fram um þessar mundir. Haft er eftir vísindamönnum Amaroq að

...