Og í framhaldinu spyr ég: getur verið að við stöndum nú á tímamótum, að einhverju leyti sambærilegum; að öll þurfum við að taka heiminn til endurskoðunar …
Úr ólíkum áttum
Úr ólíkum áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Fljótlega eftir að Tsjernobyl-bænin eftir Svetlönu Aleksivitsj kom út í íslenskri þýðingu hjá Angústúru-útgáfunni árið 2021 hóf ég lestur bókarinnar, en lauk honum ekki fyrr en nú fjórum árum síðar. Þetta var ekki vegna þess að bókin væri ekki áhugaverð eða illa þýdd. Þvert á móti var hún bæði grípandi og afbragðsvel þýdd og til marks um það fékk þýðandinn, Gunnar Þorri Pétursson, mjög verðskuldað, íslensku þýðingarverðlaunin fyrir vel unnið verk.
Tsjernobyl-bænin er byggð á viðtölum við fjöldann allan af fólki víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Viðfangsefnið er kjarnorkuslysið í Tsjernobyl árið 1986 og afleiðingar þess. Tsjernobyl er í Úkraínu
...