Þrettán bækur komast á hinn svokallaða langlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna sem kynntur var í vikunni. Meðal höfunda má nefna hina dönsku Solvej Balle sem hlýtur tilnefningu fyrir bók sína On the Calculation of Volume I, í þýðingu Barböru J

Tilnefning Hin danska Solvej Balle.
Þrettán bækur komast á hinn svokallaða langlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna sem kynntur var í vikunni. Meðal höfunda má nefna hina dönsku Solvej Balle sem hlýtur tilnefningu fyrir bók sína On the Calculation of Volume I, í þýðingu Barböru J. Haveland. Þá hlaut Balle bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2022 fyrir skáldsöguna Om udregning af rumfang I, II og III. Stuttlistinn verður svo kynntur 8. apríl og vinningshafinn 20. maí.