Frosinn þvottur hangir úti á snúru við lítinn bæ í niðurníðslu. Svo langt sem augað eygir eru snævi þakin tún. Það er mánudagsmorgunn og íbúar í útjaðri Malyn í Úkraínu eru ekki komnir á stjá við dagrenningu
Í stríðinu Fallinna hermanna í stríðinu gegn Rússlandi er minnst á torgi í borginni.
Í stríðinu Fallinna hermanna í stríðinu gegn Rússlandi er minnst á torgi í borginni. — Morgunblaðið/Sonja

Baksvið

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Frosinn þvottur hangir úti á snúru við lítinn bæ í niðurníðslu. Svo langt sem augað eygir eru snævi þakin tún. Það er mánudagsmorgunn og íbúar í útjaðri Malyn í Úkraínu eru ekki komnir á stjá við dagrenningu. Og þó, þegar lestin fer í gegnum bæinn bíða nokkrir við lestarstöðina. Eflaust á leið til vinnu enda klukkan að verða sjö og ný vinnuvika að hefjast. Það er kalt, um tíu gráðu frost og fólkið er vel klætt. Reykur liðast upp úr strompum á þökum húsanna. Þegar við rennum í gegnum bæinn taka við þéttvaxnir skógar sem umkringja tún.

Þetta er það fyrsta sem ég sé af Úkraínu mánudagsmorguninn 24. febrúar árið 2025, þegar þrjú ár eru liðin frá allsherjarinnrás Rússa í landið. Samt er það fyrsta sem ég sé af Úkraínu nákvæmlega það

...