Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var óvænt með Fiorentina í sigri liðsins á Lecce, sem Þórir Jóhann Helgason spilar fyrir, 1:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Albert hafði farið af velli með brot í baki í tapi Fiorentina-liðsins…

Endurkoma Albert gæti snúið aftur í landsliðið í lok mánaðar.
— Ljósmynd/Szilvia Micheller
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var óvænt með Fiorentina í sigri liðsins á Lecce, sem Þórir Jóhann Helgason spilar fyrir, 1:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Albert hafði farið af velli með brot í baki í tapi Fiorentina-liðsins fyrir Como 12 dögum áður og var búist við þó nokkurri fjarveru. Albert kom inn á undir blálok leiks í gær og gæti í kjölfarið verið með Íslandi í leikjum við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars.