
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þótt allar ár landsins verði stíflaðar og vindmyllur settar upp á sérhverju fjalli er ekkert sem bendir til að slíkt „seðji þorsta orkukapítalistanna“. Þetta segir í bókun sem Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í byggðastjórn Múlaþings, lagði fram á fundi þess í vikunni. Þar voru til kynningar og umfjöllunar áform umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra um að leggja fram fumvarp til að eyða lagalegri óvissu um leyfisveitingar til vatnsaflsvirkjana.
Ýmis samtök sveitarfélaga hafa að undanförnu ályktað um orkumál. Þau telja ekki þola bið að tryggja nægt framboð grænnar orku um allt land á ásættanlegu verði fyrir almenning og fyrirtæki. Gera þurfi lagabreytingar og einfalda stjórnsýslu til að rjúfa kyrrstöðu sem alltof lengi hafi verið í orkumálum. Undir
...