„Við leggjum til sparnaðartillögu upp á 3,3 milljarða á fimm árum sem mun hjálpa okkur að taka á kostnaði vegna kennarasamninganna. Nýi meirihlutinn hefur sagst ekki vita hvernig þeir verði fjármagnaðir og þetta er okkar innlegg til þess að…
Borgarstjórn Þórdís Lóa er ánægð með stefnu fyrri meirihluta en hefði viljað ganga lengra í verkefnum sem snúa að fjármálum, aðhaldi og sölu eigna.
Borgarstjórn Þórdís Lóa er ánægð með stefnu fyrri meirihluta en hefði viljað ganga lengra í verkefnum sem snúa að fjármálum, aðhaldi og sölu eigna. — Morgunblaðið/Karítas

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Við leggjum til sparnaðartillögu upp á 3,3 milljarða á fimm árum sem mun hjálpa okkur að taka á kostnaði vegna kennarasamninganna. Nýi meirihlutinn hefur sagst ekki vita hvernig þeir verði fjármagnaðir og þetta er okkar innlegg til þess að hægt verði að fjármagna þessa mikilvægu samninga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi forseti borgarstjórnar.

Í tillögu Viðreisnar, sem lögð verður fram í borgarstjórn næsta þriðjudag, er m.a. gert ráð fyrir að Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur verði lögð niður og hætt verði við verkefnið Betri hverfi. Þórdís segir að þetta sé rétt tímasetning þar sem ný Mannréttindastofnun ríkisins verði opnuð í maí og ríkið taki þá yfir þau verkefni sem snúi að mannréttindamálum um allt land, meðal annars þjónustu

...