„Ástríða mín er í einhvers konar sögusögn, ég elska að segja sögur sem hreyfa við fólki, hvort sem ég nýti tónlistina til þess eða leiklistina.“
Hæfileikarík Söng- og leikkonan Elín Hall.
Hæfileikarík Söng- og leikkonan Elín Hall. — Ljósmynd/Ari Magg.

Viðtal

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Söng- og leikkonan Elín Hall hefur verið áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum hin síðustu misseri og vakið verðskuldaða athygli sem tónlistarkona. Árið 2024 var Elínu gjöfult og lauk með eftirminnilegri túlkun hennar á Vigdísi Finnbogadóttur í sjónvarpsþáttunum Vigdís og þeirri vegsemd að vera valin í hóp rísandi stjarna á kvikmyndahátíðinni í Berlín, Shooting Stars, fyrir árið 2025.

Og áfram berast fréttir af velgengni Elínar því þann 20. febrúar síðastliðinn var greint frá því, á vef RÚV, að Rás 2 tæki þátt í Europe's Biggest Gig, útvarpsþætti sem er framleiddur af BBC Radio 1 í samstarfi við EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, og að Elín myndi koma fram í honum. Þátturinn var sendur út 25. febrúar

...