Svavar Pétur Eysteinsson
Svavar Pétur Eysteinsson

Opnað var fyrir umsóknir í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar í vikunni. Segir í tilkynningu að þetta sé í annað sinn sem veittur verði styrkur úr sjóðnum og tekið verði við umsóknum til 31. mars.

„Ein milljón króna verður veitt til eins verkefnis á afmælisdegi Svavars Péturs, 26. apríl, og er allt skapandi fólk með skemmtilegar hugmyndir hvatt til að sækja um.“ Minningarsjóður Svavars Péturs var stofnaður með það að leiðarljósi að halda minningu hans á lofti en tónlistarmaðurinn, sem var best þekktur sem Prins Póló, lést úr krabbameini 29. september árið 2022, aðeins 46 ára gamall.