Ögurstund kemur fyrir í fornmáli en þar er merkingin ekki fullljós. Seinna fer orðið að merkja: sú stutta stund sem sjór er kyrr milli flóðs og fjöru. En auk þess: (stutt) mikilvæg stund, örlagarík stund, úrslitastund og er nú talsvert…
Ögurstund kemur fyrir í fornmáli en þar er merkingin ekki fullljós. Seinna fer orðið að merkja: sú stutta stund sem sjór er kyrr milli flóðs og fjöru. En auk þess: (stutt) mikilvæg stund, örlagarík stund, úrslitastund og er nú talsvert notað. Gaman þegar orð sem eiginlega höfðu verið dregin upp á kamb komast aftur á flot.