Bolludagurinn kemur senn og munu þá landsmenn eflaust gera sér ferð í næsta bakarí eða búðir til þess að bragða á nýbökuðum og ferskum bollum eins og hefðin góða gerir ráð fyrir. Vert er þó að benda þeim á sem hugsa sér gott til glóðarinnar, og…
— Morgunblaðið/Hákon

Bolludagurinn kemur senn og munu þá landsmenn eflaust gera sér ferð í næsta bakarí eða búðir til þess að bragða á nýbökuðum og ferskum bollum eins og hefðin góða gerir ráð fyrir.

Vert er þó að benda þeim á sem hugsa sér gott til glóðarinnar, og vilja taka forskot á sæluna, að ljúffengar og gómsætar bollur eru þegar komnar í sölu víðs vegar um landið.

Þá vantar ekki fjölbreytnina eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.

Því þarf landinn ekki að bíða fram yfir helgi sé þörfin eftir bollu með súkkulaðisósu, karamellusósu, rjóma eða sultu farin að gera vart við sig.

Þá geta landsmenn bragðað á alls kyns tegundum af bollum, svo sem vatnsdeigsbollum eða gerdeigsbollum svo eitthvað sé

...