Ég veit hvað þarf til að byggja upp, styrkja og sameina. Nú er kominn tími til að nýta þá reynslu til að styrkja Sjálfstæðisflokkinn.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hefur hann verið leiðandi afl í stórkostlegum breytingum íslensks samfélags. Flokknum hefur vegnað vel því hann byggir á góðum grunngildum sem standast tímans tönn.

Full af auðmýkt vil ég þakka öllum þeim sem hafa hvatt mig til þess að bjóða mig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sú hvatning og velvilji hefur leitt mig að þeirri ákvörðun að ég býð mig fram til formanns flokksins okkar. Ég er hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður sem telur að flokkinn þurfi að efla og stækka. Ég hef þá sýn, reynslu og kraft sem þarf í það verkefni. Mitt hlutverk verður að brúa bilið á milli kynslóða, milli landsbyggðar og höfuðborgar, og á milli mismunandi hópa innan flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur allra þeirra sem trúa

...