Nú verða ekki aðeins kynslóðaskipti á formannsstóli heldur verður kona í fyrsta skipti kjörin til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Sjálfstæðismenn halda 45. landsfund sinn um þessa helgi, mestu lýðræðishátíð þjóðarinnar fyrir utan kosningar til þings eða sveitarstjórna.
Í fréttum segir að fundarmenn séu um 2.200. Áhuginn á fundinum er mikill vegna þess að á honum verður valin ný forysta. Eftir 16 ár á formannsstóli kom ekki á óvart að Bjarni Benediktsson tilkynnti 6. janúar sl. að hann yrði ekki í endurkjöri á fundinum. Aðeins Ólafur Thors hefur setið lengur sem formaður flokksins en við allt aðrar aðstæður.
Þegar Jón Þorláksson lét af formennsku 1934 var Ólafur kjörinn af miðstjórn og þingmönnum flokksins og sat til 1961 þegar Bjarni
...