
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Fyrirtækið Zephyr Iceland, sem er dótturfyrirtæki samnefnds norsks fyrirtækis, hefur hug á að reisa vindorkugarð á Hallkelsstaðaheiði sem er í landi Þorvaldsstaða í Borgarbyggð. Ef af þessum áformum verður yrði heildarafl vindorkugarðsins, sem mögulega yrði reistur í áföngum, 50-70 megavött. Gert er ráð fyrir að vindmyllurnar verði 11-14 talsins og afl hverrar 5-7 megavött. Ef miðað er við um 50 megavatta heildarafl yrði raforkuframleiðsla garðsins á bilinu 180-190 gígavattstundir.
Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum og leitar Skipulagsstofnun nú eftir umsögnum vegna þessara áforma og hefur matsáætlun verið birt í skipulagsgátt.
Hið norska Zephyr býr yfir talsverðri reynslu af byggingu vindorkuvera bæði í Noregi og Svíþjóð og er
...