
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fulltrúar utanríkisráðuneytis og Fjarskiptastofu undirrituðu í gær samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í skrifstofu ráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og aðstaða til góðs samstarfs við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Breytingar þessa koma til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands. Þær styrkja einnig þátttöku sveitarinnar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og -öryggis, meðal annars á vettvangi NATO. Þá skapast samlegð og grunnur samstarfs utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en þessir aðilar hafa síðastliðin ár átt með sér
...