
— Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Áhafnir varðskipsins Freyju og bandaríska kafbátsins USS Delaware vinna saman að því að ferja birgðir um borð í kafbátinn fyrr í vikunni. Landhelgisgæslan hefur þjónustað kjarnorkuknúna kafbáta bandaríska sjóhersins frá 2023 og var þessi heimsókn USS Delaware sú sjöunda síðan þá. Kafbáturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.
Kafbátar bandalagsríkja og kafbátaleitarvélar gegna mikilvægu hlutverki við eftirlit og stöðuvitund á Norður-Atlantshafi og stuðla þannig að auknu öryggi bandalagsríkja, þar á meðal á hafsvæðinu í kringum Ísland. Þjónustuheimsóknirnar eru liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins.