Nú skiptir öllu máli að við grípum þau tækifæri báðum höndum og kjósum með framtíðinni.
Nanna Kristín Tryggvadóttir
Nanna Kristín Tryggvadóttir

Nanna Kristín Tryggvadóttir

Nú um helgina komum við Sjálfstæðismenn saman og veljum okkur nýja forystu. Bæði formaður og varaformaður flokksins hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju og því liggur fyrir að breyting verður á forystu flokksins. Tvær öflugar konur hafa boðið fram krafta sína í formannsembættið en aldrei áður hefur flokkurinn staðið frammi fyrir því að geta valið milli tveggja kvenna í hlutverk formanns. Það er því einstaklega ánægjulegt að gegna formennsku í Landssambandi sjálfstæðiskvenna á þeim tímamótum að kona verði formaður Sjálfstæðisflokksins.

Við stöndum nefnilega á tímamótum og í tímamótum felast líka tækifæri. Nú skiptir öllu máli að við grípum þau tækifæri báðum höndum og kjósum með framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á því að halda að breikka og stækka, sækja fram og laða að sér nýja kjósendur.

...