
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Á skíðum skemmti ég mér, söng Helena Eyjólfsdóttir með hljómsveit Ingimars Eydals og útivistarfjölskylda með rætur í Kópavogi tekur undir það. „Í mörg ár höfum við hist á tilteknum stað og farið saman á svigskíði en undanfarin ár hefur gönguskíðaáhugi bæst við,“ segir Svanlaug, kölluð Svana, um fjölskyldusportið.
Foreldrarnir Ingólfur Þórisson og Ásdís Guðjónsdóttir búa í Kópavogi. Börn þeirra fóru til útlanda í framhaldsnám í verkfræði og búa erlendis með fjölskyldum sínum, Svanlaug í Edinborg í Skotlandi, Örn í Stavanger í Noregi og Þórir Már í Zürich í Sviss. „Pabbi og mamma lærðu á skíði í Kerlingarfjöllum þegar þau voru um tvítugt en við krakkarnir byrjuðum snemma á skíðaæfingum hjá Ármanni og bræður mínir voru þar mun lengur en ég,“
...