
„Tilgangur heimsóknar okkar hingað er að fá íslensk stjórnvöld til að leggjast á árarnar með okkur og að Ísland verði fyrsta Evrópuríkið til að ganga verkefninu á hönd en 16 ríki, öll utan Evrópu, eru þegar komin um borð,“ segir Kumi Naidoo, forseti Sáttmála gegn útbreiðslu jarðefnaeldsneytis, en þeir Ólafur Elíasson, myndlistarmaður og talsmaður verkefnisins, gengu á fund Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í gær. „Við kynntum hugmyndina fyrir utanríkisráðherra og hún tók okkur vel. Þótti mikið til þess koma að við hefðum þegar stofnað til samstarfs við svo mörg ríki.“
Ólafur segir Ísland þegar hafa gengið fram með góðu fordæmi enda sé þjóðin leiðandi á heimsvísu þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegrar orku. Eftir því hafi verið tekið og fyrir vikið hlusti margir þegar Ísland kveður sér hljóðs á þessum vettvangi.
...