Boris Spasskí, sem lést sl. fimmudag 88 ára gamall, er án efa einn af stóru persónuleikum skáksögunnar. Við Íslendingar minnumst hans sem prúðmennis og heiðursmanns sem margoft kom hingað og var ávallt aufúsugestur
Skák Augnablik úr heimsmeistaraeinvígi Spasskís og Fischers.
Skák Augnablik úr heimsmeistaraeinvígi Spasskís og Fischers. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Boris Spasskí, sem lést sl. fimmudag 88 ára gamall, er án efa einn af stóru persónuleikum skáksögunnar. Við Íslendingar minnumst hans sem prúðmennis og heiðursmanns sem margoft kom hingað og var ávallt aufúsugestur. Hann tefldi fyrst hér á heimsmeistaramóti stúdenta sumarið 1957 og síðast kom hann hingað í mars 2008 er hann heiðraði minningu Bobbys Fischers, sem þá var nýlátinn. Skáksamband Íslands stóð þá fyrir dagskrá en sérstakir gestir auk Spasskís og Friðriks Ólafssonar voru aðrir samferðamenn Fischers, Lajos Portisch, Vlastimil Hort, Pal Benkö og Bill Lombardy.

Borisar Spasskís verður áreiðanlega helst minnst fyrir drengilega framkomu í einvíginu við Bobby Fischer

...