Ásta Guðrún Óskarsdóttir opnar listasýningu sína í versluninni LaBoutiqueDesign, Mýrargötu 18, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 14-16. Segir í tilkynningu að sýningin, sem beri yfirskriftina Nafnlaus, kona, standi til og með 26
Nafnlaus, kona Sýning Ástu Guðrúnar stendur til 26. apríl.
Nafnlaus, kona Sýning Ástu Guðrúnar stendur til 26. apríl.

Ásta Guðrún Óskarsdóttir opnar listasýningu sína í versluninni LaBoutiqueDesign, Mýrargötu 18, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 14-16. Segir í tilkynningu að sýningin, sem beri yfirskriftina Nafnlaus, kona, standi til og með 26. apríl og að verkin samanstandi af svarthvítum klippimyndum sem festar séu með títuprjónum á málaðan korkbakgrunn.

„Ljósmyndirnar tók Ásta Guðrún af kvenmanns- og karlmannsstyttum sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu. […] Með klippimyndaverkinu skapar Ásta Guðrún nýjan veruleika fyrir nafnlausu konurnar úr fortíðinni og fær til þess lánuð frá karlmannsstyttum föt þeirra og öryggið uppmálað!“