Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Stórar áskoranir blasa við í húsnæðismálum. Nýr stjórnarmeirihluti ætlar að takast á við þær af stefnufestu, metnaði og stórhug. Lykilverkefnin eru að hleypa krafti i íbúðauppbyggingu. Í öðru lagi þarf huga að hagsmunum ungs fólks og fyrstu kaupenda. Í þriðja lagi þarf að fjölga hjúkrunarrýmum og byggja upp fjölbreytta lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk. Í fjórða lagi þarf að taka á skammtímaleigu. Og í fimmta lagi – og síðast en ekki síst – þarf að styðja kröftuglega við uppbyggingu óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar.

Af hverju er of lítið byggt? Staða uppbyggingar tengist háum vöxtum. Húsbyggingar eru iðulega fjármagnaðar með framkvæmdalánum og sligast nú af háum vöxtum. Því hefur hægt á nýjum verkefnum og húsbyggingum. Aldrei hafa jafnmargar eignir verið á sölu, þrátt fyrir undirliggjandi eftirspurn eftir húsnæði. Það er einnig vegna hárra vaxta. Fjöldi áhugasamra kaupenda bíður átekta

...

Höfundur: Dagur B. Eggertsson