Með beinu flugi frá Íslandi til Asíu opnast margir af stærstu neytendamörkuðum heims fyrir Íslandi. Það gæti haft veruleg efnahagsleg og menningarleg áhrif næstu áratugi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fulltrúar Isavia munu í næsta mánuði fara…

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Með beinu flugi frá Íslandi til Asíu opnast margir af stærstu neytendamörkuðum heims fyrir Íslandi. Það gæti haft veruleg efnahagsleg og menningarleg áhrif næstu áratugi.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fulltrúar Isavia munu í næsta mánuði fara til viðræðna við fulltrúa átta flugfélaga í Kína, Suður-Kóreu, Japan og Indlandi. Með því fylgja þeir eftir tveimur ferðum sínum til sömu ríkja í fyrra. Viðtökurnar þóttu lofa góðu og þótti því fullt tilefni til frekari viðræðna.

Indland í fyrsta sætið

Indland varð nýverið fjölmennasta ríki heims, að því er áætlað, og búa þar nú um 1.450 milljónir manna. Kína var lengi í toppsætinu en þar búa nú um

...