Það er háttur góðra kennara að „grípa boltann“ þegar nemendur sýna námsefni sérstakan áhuga og gefa þeim færi á dýpri umfjöllun með skapandi starfi og samþættingu við fleiri námsgreinar. Í Grunnskólanum á Þórshöfn var unglingastigið á…

Þórshöfn Unglingadeild Grunnskólans á Þórshöfn framan við sköpunarverk sitt, bragga frá hernámsárunum.
— Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Það er háttur góðra kennara að „grípa boltann“ þegar nemendur sýna námsefni sérstakan áhuga og gefa þeim færi á dýpri umfjöllun með skapandi starfi og samþættingu við fleiri námsgreinar.
Í Grunnskólanum á Þórshöfn var unglingastigið á dögunum að læra um hernámsárin á Íslandi þar sem fjalla átti um ýmislegt sem tímabilinu fylgdi og skila stuttri skriflegri samantekt í kjölfarið.
Skemmst er frá að segja að áhugi nemenda var vakinn og í kjölfarið var farið að skoða efnið á margvíslegan hátt og leita heimilda. Margt var að finna á netinu og í bókum en athyglin beindist líka að heimaslóðunum því að á Heiðarfjalli á Langanesi var ratsjárstöð þar sem bandarískt setulið, varnarliðið, hafði bækistöð á árunum 1954-1968 og
...