Við mættum og vorum allt í einu komin í röð fólks sem var að gifta sig. Við vissum það ekki, en þegar við áttuðum okkur á því horfðum við hvort á annað og spurðum: „Eigum við kannski bara að gifta okkur?“
„Það er mjög sjaldgæft að sjá konur af erlendum uppruna á vinnustöðum, sérstaklega þær sem eru dökkar á hörund. Ég þekki konur sem eru með meistarapróf sem fá aldrei vinnu,“ segir Grace Achieng frumkvöðull.
„Það er mjög sjaldgæft að sjá konur af erlendum uppruna á vinnustöðum, sérstaklega þær sem eru dökkar á hörund. Ég þekki konur sem eru með meistarapróf sem fá aldrei vinnu,“ segir Grace Achieng frumkvöðull. — Morgunblaðið/Ásdís

Í frumkvöðlasetrinu The Innovation House á Eiðistorgi er hin keníska Grace Achieng með litla skrifstofu þar sem tískufyrirtæki hennar Gracelandic er með aðsetur. Grace tekur á móti blaðamanni sem virðir fyrir sér fullar slár af kjólum, skyrtum og samfestingum sem þar hanga, allt úr fínasta hrásilki eða hör. Fötin eru öll hönnuð af Grace, framleidd í Tyrklandi og Rúmeníu. Grace segir að stuttu eftir að hún hafi sett fyrirtækið á laggirnar hafi hún fengið tölvupóst frá Vogue en var efins um að hann væri ekta.

„Einhver rak augun í þetta og spurði mig hvers vegna ég væri ekki búin að svara þessum pósti. Ég trúði ekki að þetta væri raunverulega frá Vogue en það var skorað á mig að svara sem ég gerði. Þetta var ekki svindl og það endaði á að ég fékk umfjöllun í Vogue og það þrisvar! Eftir það var mjög mikil traffík á síðunni minni og einn af mínum fyrstu viðskiptavinum

...