Haukar eru fallnir niður í 1. deild karla í körfubolta eftir tap gegn heitu liði Njarðvíkur, 103:81, í 19. og þriðju síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi. Eftir leikinn eiga Haukar ei lengur möguleika á að komast…
Drjúgur DeAndre Kane reyndist Grindvíkingum mikilvægur í sigri liðsins.
Drjúgur DeAndre Kane reyndist Grindvíkingum mikilvægur í sigri liðsins. — Morgunblaðið/Anton Brink

Körfuboltinn

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Haukar eru fallnir niður í 1. deild karla í körfubolta eftir tap gegn heitu liði Njarðvíkur, 103:81, í 19. og þriðju síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi.

Eftir leikinn eiga Haukar ei lengur möguleika á að komast upp úr fallsæti og munu því vera í næstefstu deild í haust. Njarðvík er hins vegar á mikilli siglingu í þriðja sætinu, og nú aðeins tveimur stigum frá toppliðunum.

Leikur liðanna var aldrei jafn en snemma var ljóst hvert hann stefndi. Dwayne Lautier-Ogunleye fór enn einu sinni á kostum í liði Njarðvíkur en hann skoraði 33 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hjá Haukum skoraði De'sean Parsons mest eða 23 stig.

...