
Sigurbjörg Gunnólfsdóttir fæddist í Ólafsfirði 26. nóvember 1967. Hún lést eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 14. febrúar 2025.
Foreldrar hennar voru hjónin Gunnólfur Árnason, f. 26. mars 1941, d. 4. des. 2021, og Lilja Minný Þorláksdóttir, f. 8. jan. 1941, d. 19. nóv. 2013. Systkini Sigurbjargar eru: Kristín Anna, f. 5. febrúar 1965, gift Kristjáni Hilmari Jóhannssyni; Árni, f. 15. maí 1966, giftur Dídí Ásgeirsdóttur; Heiðar, f. 28. nóv. 1974, d. 30. sept. 1976; Heiðbjört, f. 17. maí 1977, gift Lúðvíki Ásgeirssyni; Heiðar, f. 25. mars 1979, giftur Júlíu Gunnlaugsdóttur Poulsen.
Sigurbjörg var gift Sigurbirni Ragnari Antonssyni frá Siglufirði, f. 28. júní 1958. Foreldrar hans voru Anton Sigurbjörnsson, f. 14. des. 1933, d. 4. jan. 2023, og Pálína Frímannsdóttir, f. 10. jan. 1935, d. 16.
...