
Bandaríska leik- og söngkonan Mae West (1893-1980) fékkst ekki bara við listina, heldur líka ráðgjöf.
— Flickr
Morgunblaðið birti heilræði hinnar „holdugu“ Hollywoodleikkonu Mae West til kynsystra sinna í byrjun mars 1935. Kenndi þar margra grasa.
1. Sjáðu svo um, að þú getir oft hitt og talað við manninn sem þjer líst á.
2. Láttu hann finna, að þjer sé ekki sama um hann, en láttu hann samt um að „sækja á“.
3. Reyndu að vera eins lagleg og þú mögulega getur. Skot við fyrsta tillit sparar bæði tíma og erfiði.
4. Vertu eðlileg og blátt áfram, það dugar enginn tepruskapur og tilgerð.
5. Vertu skemtileg og ræðin. Maðurinn er hjegómagjarn og finst mikið til um að eiga greinda konu.
6. Vertu ávalt prúð og kvenleg í allri framgöngu og klæðaburði. Þú skalt
...