Það sem gerir málið svo erfitt og neikvætt fyrir Ragnar Þór er hörð fordæming hans fyrir einhverjum árum á því sama og hann hefur nú gert.
Ragnar Þór Ingólfsson er í vandræðum fyrir að þiggja biðlaun. Hann hafði áður gagnrýnt slíkar greiðslur harðlega, enda ekki vel við gróða annarra.
Ragnar Þór Ingólfsson er í vandræðum fyrir að þiggja biðlaun. Hann hafði áður gagnrýnt slíkar greiðslur harðlega, enda ekki vel við gróða annarra. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Það er ekki sanngjarnt að ætlast til að manneskja sé á lífsgöngu sinni ætíð samkvæm sjálfri sér. Allir einstaklingar eru, í mismiklum mæli, nokkuð þversagnakenndir. Það endurspeglast vel þegar manneskja fordæmir aðra fyrir framferði sem hún gerist síðan sjálf sek um.

Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR og núverandi þingmaður Flokks fólksins, fór úr formannsstarfi yfir í þingmannshlutverkið og þáði um leið 10 milljóna króna biðlaun fyrir starf sitt í þágu VR.

Í sjálfu sér er alls ekkert athugavert við biðlaun. Það blasir hins vegar við að þegar einstaklingur fer beint úr einu starfi í annað og hrifsar um leið til sín biðlaunin

...