Ekkert gagnsæi ríkir um það hverjir fái að afplána óskilorðsbundna refsidóma í formi samfélagsþjónustu. Í dag geta einstaklingar sem dæmdir eru í allt að tveggja ára fangelsi sótt um að sæta því úrræði, sem telst vægara en að enda í fangaklefa
Hólmsheiði Flestir vilja í lengstu lög losna við að komast bak við lás og slá. Samfélagsþjónusta er þar kostur.
Hólmsheiði Flestir vilja í lengstu lög losna við að komast bak við lás og slá. Samfélagsþjónusta er þar kostur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Ekkert gagnsæi ríkir um það hverjir fái að afplána óskilorðsbundna refsidóma í formi samfélagsþjónustu. Í dag geta einstaklingar sem dæmdir eru í allt að tveggja ára fangelsi sótt um að sæta því úrræði, sem telst vægara en að enda í fangaklefa.

Þetta bendir Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari á í viðtali á vettvangi Spursmála. Efnt er til þess í tilefni greinar sem hann birti í riti sem gefið var út í lok síðasta árs í tilefni af 70 ára afmæli Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forseta Hæstaréttar.

Segir Helgi að sú leið sem farin var við innleiðingu samfélagsþjónustu hér á landi sé í algjöru ósamræmi við það sem gerist í öðrum löndum. Hér hafi

...