
30 ára Arnar ólst up á Seltjarnarnesi en býr í Kópavogi. Hann er með meistarapróf í reikningsskilum og endurskoðun frá HR og vinnur í innheimtunni á Landspítalanum. Áhugamálin eru klifur, borðspil og frisbígolf.
Fjölskylda Maki Arnars er Magnea Herborg Magnúsardóttir, f. 1995, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Dóttir þeirra er Hafdís Bjargey, f. 2024. Foreldrar Arnars eru hjónin Bjargey Aðalsteinsdóttir, f. 1964, kennari í Valhúsaskóla, og Þorsteinn Guðjónsson, f. 1969, framkvæmdastjóri hjá Parka. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi.