
Sigurmark Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Al Orobah sigurinn.
— Morgunblaðið/Eggert
Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sigurmark með glæsibrag í sigri Al Orobah á Al Nassr, þar sem portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo leikur, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Al Orobah vann leikinn 2:1 en sigurmark Jóhanns kom á 65. mínútu leiksins. Al Orobah hefur verið á miklu flugi undanfarið en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 26 stig. Al Nassr er hins vegar í 3. sætinu með 47 stig.