
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Jón Karl Helgason prófessor velti fyrir sér í fyrirlestri í vikunni hvers vegna rithöfundurinn Guðmundur Kamban hefði boðið dönskum frelsisliðum, sem komu til að handtaka hann í Kaupmannahöfn á friðardaginn 5. maí 1945, birginn með þeim afleiðingum að hann var skotinn til bana.
Vopnaðir andspyrnumenn komu um hádegisbil á Pension Bartoli, þar sem Kamban bjó ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í þeim tilgangi að handtaka hann. Kamban varð mjög æstur og neitaði að fara með mönnunum og sama máli gegndi um dótturina Sybil sem tók sér stöðu fyrir framan föður sinn og grýtti leirtaui í átt að komumönnum. Þegar þeir hótuðu loks að skjóta Kamban hvatti hann þá til þess.
Jón Karl vísaði m.a. til greinar sem William Ian Miller, bandarískur
...