Spennuþrunginn fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í gær varð til þess að fjöldi vestrænna leiðtoga sá sig knúinn til að lýsa yfir áframhaldandi stuðningi við Úkraínu, þar á meðal Kristrún…
Fundur Trump sakaði Selenskí um vanvirðingu og vanþakklæti.
Fundur Trump sakaði Selenskí um vanvirðingu og vanþakklæti. — AFP/Saul Loeb

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Spennuþrunginn fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í gær varð til þess að fjöldi vestrænna leiðtoga sá sig knúinn til að lýsa yfir áframhaldandi stuðningi við Úkraínu, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.

„Kæri Selenskí. Þú hefur allan okkar stuðning á veginum að réttlátum og varanlegum friði. Við munum ekki hætta að styðja ykkur. Slava Ukraini,“ segir í yfirlýsingu Kristrúnar. „Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta þar sem þau reyna að ná fram réttlátum friði til frambúðar gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Þorgerðar.

Fundi leiðtoganna lauk

...