Það hlýtur að vera skýlaus krafa að öllum steinum sé velt við en ekki litið fram hjá augljósum verkefnum sem eru sannarlega ekki partur af grunnþjónustu.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Í nýrri samstarfsyfirlýsingu vinstriflokkanna í Reykjavík segir: „Við ætlum að forgangsraða grunnþjónustu, fara betur með tíma og fjármuni borgarinnar og sýna ráðdeild í rekstri.“ Viðreisn í Reykjavík fagnar því að fara eigi betur með tíma og fjármuni borgarinnar og vill gjarnan leggja sitt af mörkum í að ná betri árangri í rekstri borgarinnar til að hægt sé að forgangsraða fyrir grunnþjónustu borgarinnar fyrir alla borgarbúa. Því leggjum við fram hagræðingartillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að spara allt að 3,3 milljarða í samþykktri 5 ára áætlun Reykjavíkurborgar.

Upphæðir af þessum toga geta gert gæfumuninn, t.d. í að leiðrétta launakjör kvennastétta, bæta vinnuaðstöðu þeirra og ýmsum öðrum útgjöldum sem falla að því markmiði að bæta lífsgæði í borginni.

Göngum ekki inn í

...