
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Í nýrri samstarfsyfirlýsingu vinstriflokkanna í Reykjavík segir: „Við ætlum að forgangsraða grunnþjónustu, fara betur með tíma og fjármuni borgarinnar og sýna ráðdeild í rekstri.“ Viðreisn í Reykjavík fagnar því að fara eigi betur með tíma og fjármuni borgarinnar og vill gjarnan leggja sitt af mörkum í að ná betri árangri í rekstri borgarinnar til að hægt sé að forgangsraða fyrir grunnþjónustu borgarinnar fyrir alla borgarbúa. Því leggjum við fram hagræðingartillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að spara allt að 3,3 milljarða í samþykktri 5 ára áætlun Reykjavíkurborgar.
Upphæðir af þessum toga geta gert gæfumuninn, t.d. í að leiðrétta launakjör kvennastétta, bæta vinnuaðstöðu þeirra og ýmsum öðrum útgjöldum sem falla að því markmiði að bæta lífsgæði í borginni.