
Stjórnkerfið Ríkisstjórnin ákvað að fækka ráðuneytum um eitt.
— Morgunblaðið/Eyþór
Uppskipting menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðuneytisins verður ekki 1. mars eins og ráðgert var. Nú er miðað við að breytingarnar taki gildi 15. mars að því gefnu að forsetaúrskurður hafi verið undirritaður. Þetta kemur fram í svari forsætisráðuneytisins vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt að ráðuneytum yrði fækkað um eitt og menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðuneytinu yrði skipt upp. Viðskipta- og ferðamálahlutinn verður færður yfir í atvinnuvegaráðuneyti og menningarráðuneytið sameinast háskóla-, viðskipta- og nýsköpunarráðuneyti og úr verður menningar-, háskóla- og nýsköpunarráðuneyti. oskar@mbl.is