Michelle Trachten­berg, sem einna þekktust er fyr­ir hlut­verk sín í þátt­unum Buf­fy the Vampire Slayer og Gossip Girl, er látin en leikkonan var einungis 39 ára
Michelle Trachtenberg
Michelle Trachtenberg

Michelle Trachten­berg, sem einna þekktust er fyr­ir hlut­verk sín í þátt­unum Buf­fy the Vampire Slayer og Gossip Girl, er látin en leikkonan var einungis 39 ára. AFP greinir frá því að lögreglan hafi fundið hana meðvitundarlausa í íbúð sinni á Manhattan. Þá hafi hún verið úrskurðuð látin af viðbragðsaðilum en dánarorsök liggi ekki fyrir. Ekki er þó talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Segir jafnframt á fréttaveitunni að leikkonan hafi nýlega gengist undir lifrarígræðslu og því mögulega upplifað fylgikvilla. Trachten­berg ólst upp í New York og hóf feril sinn sem barnastjarna, fór m.a. með hlut­verk aðal­per­són­unn­ar í kvik­mynd­inni Harriet The Spy árið 1996 þar sem hún lék á móti Rosie O'Donn­ell. Þá hafa þær O'Donnell og Sarah Michelle Gell­er, ásamt fleiri stjörnum, minnst leikkonunnar á samfélagsmiðlum sínum.