Sáttur Ekki er að heyra að trymbillinn Dave Lombardo beri kala til sinna gömlu vopnabræðra í Slayer en hann hraktist úr þrassbandinu fræga árið 2013. „Þetta var dásamlegt og frábært, hvernig gat það verið annað,“ svaraði hann spurður af miðlinum The …
Lombardo er nýorðinn sextugur.
Lombardo er nýorðinn sextugur. — AFP/Yamil Lage

Sáttur Ekki er að heyra að trymbillinn Dave Lombardo beri kala til sinna gömlu vopnabræðra í Slayer en hann hraktist úr þrassbandinu fræga árið 2013. „Þetta var dásamlegt og frábært, hvernig gat það verið annað,“ svaraði hann spurður af miðlinum The New York Hardcore Chronicles Live! hvernig hann liti í dag á tíma sinn í Slayer. „Hlutir gerast. Menn greinir á. Fjölskyldur deila. Það er bara eins og það er. Ég er stoltur af því að hafa verið hluti af svo goðsagnakenndu bandi og að hafa lagt mitt af mörkum til þessa [tónlistar]sviðs sem hefur elskað mig og stutt allt mitt tónlistarlíf.“ Kerry King gítarleikari Slayer sagði í fyrra að Lambardo væri dauður í sínum augum.